Ekki verður úthlutað úr Nýsköpunarsjóði tónlistar/Musica Nova á árinu 2017

Advertisements

Úthlutanir 2016

Eftirtaldir aðilar fengu styrk árið 2016:

Berglind María Tómasdóttir, verk eftir Einar Torfa Einarsson, kr. 200.000

Ensemble InterContemporain (F), verk eftir Halldór Smárason, kr. 200.000

Kvartett a mouversi, verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, kr. 200.000

Lilja María Ásmundsdóttir, verk eftir Örnólf Eldon Þórsson, kr. 200.000

Reykholtshátíð, verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, kr. 200.000

TAK Ensemble (USA), verk eftir Hauk Þór Harðarson, kr. 200.000

Umsóknir vegna starfsársins 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna starfsársins 2016. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrkfjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins.

Í umsókn skal taka fram:

– höfund tónverks

– tímalengd verks

– flytjendur

– hljóðfæraskipan

– áætlaða tímasetningu frumflutnings

– upphæð sem sótt er um

Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara)

Óskað er eftir því að umsóknir berist rafrænt á netfangið

musicanova.iceland@gmail.com

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti, mánudaginn 21. mars 2016

Úthlutun styrkja fyrir árið 2015

Stjórn Nýsköpunarsjóðs tónlistar hefur veitt fimm aðilum styrk vegna starfársins 2015:

Tíu fingur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands: Verk fyrir sinfóníuhljómsveit, barnakór og einsöngvara eftir Eivöru Pálsdóttur, kr. 350.000

Kammerhópurinn Umbra: Kammerverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, kr. 200.000

Elektra Ensemble og Errata: Verk fyrir mezzosópran og kammersveit eftir Halldór Smárason, kr. 200.000

Hið íslenska gítartríó: Gítartríó eftir Svein Lúðvík Björnsson, kr. 200.000

Kammerkór Suðurlands: Kórverk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, kr. 150.000

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna starfsársins 2015

Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrkfjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins.

Í umsókn skal taka fram:

– höfund tónverks

– tímalengd verks

– flytjendur

– hljóðfæraskipan

– áætlaða tímasetningu frumflutnings

– upphæð sem sótt er um

Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara)

Óskað er eftir því að umsóknir berist rafrænt á netfangið

musicanova.iceland@gmail.com

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti, mánudaginn 23. mars 2015

Úthlutun styrkja fyrir árið 2014

Stjórn Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova ákvað á fundi sínum þ. 21. mars sl. að veita eftirfarandi verkefnum styrki á árinu 2014:

Nordic Affect kr. 250.000 vegna tónverks eftir Hlyn Aðils Vilmarsson

Elektra Ensemble kr. 200.000 vegna tónverks eftir Huga Guðmundsson

Kristínu Þóru Haraldsdóttur, víóluleikara, kr. 200.000 vegna tónverks eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur

Melkorku Ólafsdóttur, flautuleikara, kr. 200.000 vegna tónverks eftir Áskel Másson